Jæja, hér gengur allt svaka vel, Kamilla Mist byrjar í leikskólanum sínum á morgun en við fórum að heimsækja hann í dag og lýst okkur æðislega vel á hann. Það er skógur allt í kringum hann og allt svona eitthvað náttúruþema og þau spila djass fyrir börnin og þau sulla með vatn og gera fullt af skemmtilegum hlutum! Kamilla er svaka spennt að fara að byrja:-)
Kristian Atli kemst inn fyrir 15. september í daggæslu sem þau kalla vuggestue en ekki endilega í sama leikskóla og Kamilla er í.
Kristínu gengur rosa vel í skólanum og er alltaf að bæta við orðaforðann á dönsku og hún er búin að eignast 3 danskar vinkonur í skólavistuninni:-)
Elli ætlar í tungumálaskóla í byrjun næsta mánaðar og fer svo væntanlega að vinna í kjölfarið á því og byrjar svo í skóla í janúar í svona adgangskurs sem gefur honum inngöngu í háskólanám.
Ég byrja í skólanum á föstudaginn og er ég bara orðin mjög spennt:-)
Dagný vinkona okkar sem var nágranni okkar uppi á velli býr hjá okkur með Ásdísi 10 ára dóttir sinni þangað til að hún fær íbúðina sína en hún fær hana afhenta 1. október. Við verðum á sama holli í skólanum og fáum við okkur reglulega öl og rauðvín á meðan við bíðum eftir að skólinn byrji, ekki vill maður þorna upp hérna í danaveldi:-)
Fleiri fréttir bráðlega og ég hendi nokkrum myndum með þessum pósti:-)
mynd af Kristínu fyrir utan skólann sinn á fyrsta skóladegi:-)
Kristian Atli á túni í dýragarðinum.
Kristian Atli á túni í dýragarðinum.
Kamilla Mist í skjaldbökuskel í dýragarðinum.
Kristian Atli með geitunum í dýragarðinum.
Kristína í dýragarðinum.
No comments:
Post a Comment