Saturday, August 2, 2008

Allt að smella


Jæja þá fylltum við töskurnar og verðum við að skilja nokkra hluti eftir því að töskurnar voru meira en 90kg að þyngd:-)

Svona er bara lífið og við tökum bara það með sem við þurfum mest á að halda.

Allir eru orðnir svaka spenntir og ég er náttúrlega andvaka (Begga skrifar) Elli og börnin sofa vært og við förum að sækja Bubba á morgun og leggjum svo í grill hjá grönnunum okkar fyrrverandi og tilvonandi:-)

Við viljum þakka Konna og Írisi innilega vel fyrir gestrisnina og sérstaklega skemmtilegt var að ég náði að vinna í heil 2 skipti í Kanestu og er það heimsmet:-)

Góða nótt og heyrumst brátt.

Já og ekki má gleyma því að veðráttan lofar ekki góðu í augnablikinu í DK enda eru þau búin að frétta að ég sé á leiðinni, haha, í bæði skiptin sem ég fór út í maí var engin búin að sjá regndropa í margar vikur en að sjálfsögðu rigndi akkúrat þegar ég kom:-)
Ég læt fylgja með mynd af mér og Hrafnhildi frænku sem Konni bróðir sendi mér um daginn en hér erum við í Danmörku.

No comments: