Monday, August 18, 2008

NETIÐ KOMIÐ Í GANG!!

Jæja, þá er netið komið í gagnið og allt gengur vel hér! Kristína May er byrjuð í skólanum sínum og skolens fritidsordning og er hún sótt hér heima með taxa kl. 07:15 og kemur með taxa heim kl. 16:00 og henni líkar alveg hreint svakalega vel. Hún er í spes bekk fyrir norðurlandabörn þar sem þau læra dönsku og eru síðan færð í skóla nær sínu hverfi þegar þau hafa náð einhverjum tökum á málinu. Kamilla Mist er komin með tilboð um að byrja í leikskóla sem er alveg við hjólreiðastiginn á leiðinni í skólann minn þannig að það hentar alveg svakalega vel. Við förum að heimsækja hann á morgun og svo byrjar hún þann 15. september. Kristian Atli fær svo líka pláss í seinasta lagi 15. september en við vonum að hann fái inn á sama leikskóla því þau eru líka með vuggestue sem er fyrir 0-3 ára börn, en hér í Danmörku byrjar maður ekki í leikskóla fyrr en maður er orðin 3ja ára, þannig að maður fer annað hvort í vuggestue sem er hluti af leikskóla eða til dagmömmu. Við erum búin að hjóla út um allt og gengur það bara mjög vel. Húsið okkar er fínt og öllum líkar ofsalega vel. Við fórum í dýragarðinn hér á laugardaginn og ég sendi fleiri myndir úr þeirri ferð seinna í dag eða á morgun.
Kærar kveðjur til allra frá okkur og heyrumst bráðum:-)

No comments: