Jæja hér er allt komið á fullt, ég og Dagný vinkona erum búnar að vera 2 vikur í skólanum og göngum við um og grínumst og reynum að draga einhverja visku úr hverjum tíma:-) Það gengur misjafnlega vel og sérstaklega illa gengur það í stærðfræðinni þar sem að við erum með breskann kennara sem bablar á alveg hreint óskiljanlegri dönsku og þeysist um sviðið á salnum og líkist Einstein einum of mikið. Við þurfum að halda hlátrinum niðri í þeim tímum.
Kamillu gengur bara rosa vel í leikskólanum og starfsfólkið er alveg gáttað hvað henni gengur vel miðað við að hún er þarna allan daginn og skilur ekki neitt og getur ekkert tjáð sig nema við eina íslenska stelpu sem er í leikskólanum líka.
Kristína er á fullu að læra dönsku og líkar henni bara rosalega vel í skólanum, hún er búin að eignast þó nokkrar danskar vinkonur í fritidsordningen og er hún alltaf að spila kúluspil eins og mamma hennar gerði í gamla daga:-)
Elli fer bráðum að byrja í tungumálanámi hér og kvíður honum pínu fyrir því en allir sem hafa farið í þennan skóla hefur líkað vel þannig að þetta á örugglega eftir að vera bara fínt, og líka gott fyrir Ella að kynnast einhverjum öðrum hér í Danaveldi.
Síðustu helgi fórum við í þrítugsafmæli hjá vinkonu okkar hér í götunni henni Siggu Viggi, Til hamingju gamla:-) Það var svaka stuð og fengum við frábæran mat og svo náttúrlega pínu alkóhól og svo var sungið og spilað á gítar langt fram á nótt:-)
Svo á sunnudeginum var geggjað veður og ákváðum við að fara með börnin í dýragarðinn og Elli labbaði um og skoðaði dýrin með börnunum á meðan ég sat á nestissvæðinu og lærði fyrir efnafræði.
Svo keyptum við okkur ótrúlega ódýran bíl frá Þýskalandi hann kostaði heilar 67þús íslenskar krónur og skottumst við um á honum þegar við förum að versla og slíkt.
Við ætlum að kíkja á Sædísi og Rabba næstu helgi og hlakkar okkur mikið til að kíkja á þau. Okkur grunar að það verði spilað svolítið af Kanestu og jafnvel fengið sér einn til tvo drykki að því tilefni. Jæja nóg í bili og endilega verið í bandi, kærar kveðjur frá ODENSE.
7 comments:
what happened to the other one?
Hæ elskurnar,
Mikið var að það komu einhverjar fréttir inn á þessa síðu ykkar. Ég er búin að kíkja á hverjum degi og varð alltaf fyrir vonbrigðum að sjá ekkert nýtt, en það er gaman að sjá hvað þetta er allt svakalega fínt hjá ykkur og gott að heyra að öllum gengur vel.
ástarkveðja
Helga frænka
Hæ baunafólk
Jæja bílinn rendi í hlaðin hjá ykkur hahahahahaha... Það er nú gott.
Kv Alberta
vildi bara kvitta fyrir innlitið, gaman að skoða og sjá hvað þið blómstrið í DK.
kossar og knús.... og söknuður.
maja og co
hææ! vá hvað hlítur að vera gaman hjá ykkur! ég væri alveg til í að vera þarna en ég er bara að fara að byrja í skólanum:S hann verður settur á fimmtudaginn en ég byrja á föstudaginn. Ég er á náttúrufræðibraut-náttúrufræðilínu sem á örugglega ertir að vera alveg ágætt. Ég verð með einum strák úr gamla bekknum mínum hér á hvammstanga í bekk 1.D og Ólöfu vinkonu minni í herbergi á nýju vistinni:D sem er náttúrulega alveg æðisleg. ég er búin að vera að merkja forin mín á fullu og svo er það bara að fara að pakka á morgunn. En já vona að ykkur gangi bara vel og vona að geta hitt ykkur þegar þið komið næst í heimsókn! Btw. æðisleg síða
kærar kveðjur
Ásta María
Vá ég bý í næsta húsi en vissi bara ekki að þú værir með blogg !!! :) En vildi allavega láta vita að ég kíkti við :)
Kveðja úr næsta húsi ;)
Sigga Vigga Fraugde búi og co
Hæ dúllurnar okkar!
Við söknum ykkar svo mikið og vildum óska að við værum á leiðinni til ykkar í heimsókn! Gaman að sjá myndirnar af ykkur, hlökkum til þegar að við komum í heimsókn að sjá allt það fallega í kringum ykkur. Gott að heyra að öllum gengur vel!
Milljón kossar og knús og við elskum ykkur og söknum....
Ykkar Magnea,Tyrece Gísli og Michael Kristinn.
Post a Comment