Monday, September 15, 2008

Skemmtigarðar endalaust:-)












































































Það er aldeilis búnar að vera viðburðaríkar síðastliðnar 2 vikur!! Við kíktum í heimsókn til Rabba og Sædísar um síðustu helgi og var mjög gaman þar, við skruppum til Álaborgar í dýragarðinn þar og fengum okkur fína göngu um einn svaka fínan kirkjugarð þar í boði Rabba á GPS tækinu:-)





Á sunnudeginum skruppum við svo niður til Þýskalands til að kaupa ódýrt pepsi max og fórum þar á yndislegan veitingastað þar sem að konurnar líktust Frankenstein og við fengum gjörsamlega verstu hamborgara lífs okkar!!!! Ég hló og hló að þessu öllu saman og Elli greyið er ennþá í sjokki, en svo keyrðum við heim og allt var í gúddí á leiðinni heim.





Svo var ég bara í skólanum alla vikuna og má sko segja að NÓG sé að gera í lærdómnum enda hef ég orðið varla tíma í neitt annað en að sökkva mér ofan í bækurnar, ég reyni að læra sem mest yfir vikuna svo ég geti tekið mér frí um helgar til að vera með yndislegu fjölskyldunni okkar!





Á föstudaginn lærði ég frá 9 um morguninn stanslaust til 00:30 um nóttina til að geta leyft mér að vera í fríi laugardag og sunnudag. Á laugardag kíktum við svo í Legoland. Sædís og Rabbi og börn hittu okkur svo þar og komu svo heim til okkar í gistingu um kvöldið, og það var alveg geggjað gaman, Elli greyið var sendur í rússíbana og grenjuðum við Sædís úr hlátri af hræðslu hans í rússíbananum og ég keypti mynd af honum og lyklakippu sem notað verður sem þunglyndislyf eftir þörfum.





Svo á sunnudaginn var ákveðið að sýna Sædísi, Rabba og börnum dýragarðinn hér í Óðinsvé, því okkur finnst hann svo flottur. Þeim leist bara vel á og þetta var bara gaman að ganga þar um.





Ég fór svo í fyrsta Lab tímann minn í dag og vorum við Dagný svolítið seinar að skilja hvað við ættum að gera en loksins þegar opnaðist fyrir fattarann þá gekk þetta nú bara nokkuð vel:-)





Annars erum við Elli að fara á morgun og skrá hann hjá vikar sem er svona atvinnuþjónusta sem hringir hann út ef einhverjum vantar mann í vinnu og hann byrjar svo í sprogskólanum á fimmtudaginn þannig að það er alveg allt að gerast hjá kallinum líka:-)





Börnunum líður ofsalega vel, Kamillu líkar vel í leikskólanum en talar ekkert ennþá þar, en á eina íslenska vinkonu þar sem hún getur spjallað við. Kristína er búin að vera með kvefpest og hita en er öll að hressast og fór í skólann í morgun, hún á fullt af vinkonum þar. Kristian átti að byrja hjá dagmömmu á morgun en hún er veik þannig að það verður hringt í okkur um leið og hún verður frísk:-)





Kærar kveðjur í bili og ég set hér söngvídeó af Kamillu og Kristian sem er bara krúttlegt en það er svolítið dökkt en ég vona að þið getið að minnsta kosti hlustað á sönginn:-) Svo skelli ég líka inn nokkrum myndum:-)








7 comments:

Anonymous said...

Það er frábært hvað allt er skemmtilegt í Danmörku,ég var þar bara í rúma viku í sumar og það var sko stuð en þið ætlið að vera í milljón vikur svo að það hlýtur að vera geðveikt stuð(-: Gaman að geta fylgst með ykkur svona og skoðað myndir og hlustað á börnin syngja svona vel( veit samt ekki um lagavalið) Gangi ykkur vel í skólum og vinnu !!!! heyrumst kveðja Solla og fjölsk.

Anonymous said...

kvitta kvitta kvitta :)

Anonymous said...

jeminn Berglind hvað þú átt falleg börn....og vá hvað þú ert orðin rík...einhvernveginn fattar maður með aldrinum hvað er raunverulegt ríkidæmi...þú ert greinilega södd af hamingju :)

Knúsaðu sjálfa þig, börnin og já gott ef ekki kallinn þó að ég þekki hann ekki neitt hehehe

kveðja
Aldís (eldgamla vinkona ;))

Anonymous said...

Hæ sæta fólk. Gaman að sjá hvað ég skemmti mér vel að ramba við Krisjan, hehe. Elli þú átt hér með yfirnáttúrulega fyndnasata hræðslusvip ever ogm hvað ég er búin að hlæja að þessarri mynd JESÚS PÉTUR Í ALLAN VETUR!!!!! Hlakka til að hitta ykkur næst. Elska ykkur öll. Kveðja Sædís frænka

Anonymous said...

Snilldar myndir ,, og þá aðalega af Ella,, ég náttúrulega nánast ældi úr hlátri. Er nú ekkert frá því heldur að krakkaskrímslin þín séu þrusu krútt,,bwahahah,,, finndið lag

kv
Dagný

Sonja said...

arrggg hvað þetta er frábær mynd af Ella og Sveindísi.. sjitturinn ég næstum því missti þvag þegar ég sá þessa mynd.. ARRRGGG hahahahahahahahhahahahahahaha nei smá gamall djókur..

knús og kram á ykkur öll krúttubollurnar mínar.

Anonymous said...

mentioned almost all people cover the lending products punctually together with with no fines
A leading credit card debt aid organization plans may be families using these people for the purpose of assist finished cash advance credit card bills towards two-fold it. consumer debt charity says around used your quick, superior desire mortgages this year. The actual charity reveals several years before the volume of buyers using them was minor.
informacje o witrynie
przeczytaj więcej o tej informacji
szybki kredyt na auto
http://pozyczkanadowod24.net.pl
więcej na ten temat przeczytasz tutaj

http://pozyczkanadowod24.net.pl
http://pozyczki-prwatne.org.pl
http://kredytybezbik24.net.pl