Wednesday, October 15, 2008

FJÁRMÁLAKRÍSA






HAHAHA, vildi bara ná athygli ykkar:-) Hér er allt það besta að frétta, við erum enn í heilu lagi og bíðum bara og vonum að millilandamillifærslur komist í eðlilegt lag.

Annars er allt á spani hér hjá okkur, Elli að byggja allskonar nytsamlegt í skúrnum okkar, allir krakkarnir komnir í pössun og ég er á fullu í skólanum.

Prófatímabil er að hefjast hjá mér í næstu viku og er ég búin að vera að vinna lokaprojekt í calculus og klára efnafræðiskýrslur og svoleiðis og náttúrlega að læra undir próf.

Elli stendur sig eins og hetja sem heimilisfaðir en er í sprogskólanum að finna sér ný dönsk orð til að segja og fer svo að leita sér að vinnu bráðlega, erum búin að skrá hann á svona vikar þjónustu en höfum ekkert heyrt frá þeim ennþá en vonandi fara þeir bara að láta í sér heyra.

Núna er haustfrí í skólunum og Kristína er búin að vera að föndra úr kastaníuhnetum og prikum, (alveg eins og mamma hennar gerði sem krakki) og finnst okkur voða gaman að fá alls konar gripi frá henni í lok dags eftir fritidshjemmet.

Kristian er eitthvað að reyna að frekjast þegar við förum með hann til dagmömmu en hættir svo að grenja um leið og við erum farin og segir dagmamman að hann sé eins og ljós það sem eftir er af deginum.

Kamilla er að fara í fyrsta skipti í heimsókn til vinkonu sinnar úr leikskólanum á morgun og verður það nú dúndur stuð:-)

Við erum mikið búin að fylgjast með fréttum að heiman og maður skilur þetta ekki alveg fullkomlega en öllum íslendingum hér finnst þetta allt hrikalega leiðinlegt og maður er bara í sjokki yfir þessum hörmungum.

Það var árshátíð í skólanum mínum fyrir 2 vikum og við Elli fórum með Dagný og Valda á hana. Við skemmtum okkur konunglega og grétum úr hlátri þegar Elli tók sporið og var að reyna að sýna okkur hvernig maður ætti nú eiginlega að gera þetta.

Sædís og Rabbi pössuðu fyrir okkur og þurftu svo að fara heim daginn eftir vegna þess að þau áttu von á gestum.

Svo kíktu þau á okkur núna um síðustu helgi og var öllum áhyggjum af Íslandi slegið upp í kæruleysi og við fengum okkur aðeins í aðra tána (eða báðar), við vorum t.d. með sýnikennslu fyrir Alexander hvernig ætti að vera í partíi og vona ég að hann hafi glósað þessa dýrmæta reynslu hjá sér. Þetta var frábær helgi!!
Við Elli skruppum svo í Danskebank í dag og þar sáum við verð á hinum ýmsu gjaldmiðlum og vakti það athygli okkar að íslenska krónan fæst þar fyrir 0,0DKR þannig að við vorum bara að spá í að fá fullt af henni fyrir 0,0 kr og senda hana heim til að bjarga efnahagnum, haha!!

Ég er ennþá að reyna að fá millifærslu senda til mín en það virðist ekki ganga neitt svakalega vel og átti hún að koma um mánaðamótin síðustu en ekkert bólar á henni ennþá þannig að við áttum smá pening sem við erum að lifa af þangað til að millifærslan berst, við lýsum hér með eftir millifærslunni, ef einhver hefur upplýsingar um hana þá eru fundarlaun, sem eru náttúrlega íslenskar krónur sem ég ætla að fá hjá danskebank fyrir 0,0dkr!!!

Jæja krúttin okkar við segjum þetta gott í bili og sendum baráttukveðjur og nokkrar myndir héðan úr Danaveldi!!

8 comments:

Anonymous said...

Hey ég er til í nokkrar íslenskar krónur ókeypis hvaða snild er það :)
Kv.Alberta

Anonymous said...

Hæ elskurnar,

Mikið var að það kom eitthvað nýtt á þessa síðu! Maður kikir á hverjum degi og svo gerist ekkert fyrr en eftir mánuð. En ég get upplýst ykkur um að það verður ekkert hægt að millifæra neina peninga til eða frá Íslandi fyrr en Bretarnir aflétta hryðjuverkalögum af okkur Íslendingum svo þið þurfið að skreppa yfir og spjalla við Brown karlinn og biðja hann að redda þessu :-)

ástarkveðja
Helga frænka

Anonymous said...

Hæ hæ gaman að fylgjast með ykkur og krökkunum á myndum!! Annars er snilld að geta talað og talað á skype-inu og svo getur maður horft á ykkur í vídeo og allt!! frábært.
Reikna svo bara með nýjum myndum og fréttum eftir einn mánuð (-: kveðja frá ÍSLANDINU GÓÐA

Anonymous said...

Gleymdi að skrifa kær kveðja Solla, Arnar og börn (-:

Anonymous said...

Til hamingju með 28 ára afmælið elsku besti litli bróðir (-: hafðu það gott á afmælisdaginn og láttu dekra við þig!!!!!! Kær kveðja Solla systir og fjölsk.

Anonymous said...

Hæ hæ - búin að vera mikið hugsað til ykkar síðan símtalið góða á panik-deginum 10. okt haha.
Langar svo að athuga með hvort við getum ekki hist eitthvað bráðlega? Sé að það er mikið að gera hjá þér í lærdómi, svo að þið látið okkur bara vita hvenær hentar einhverja helgina. Sé að þið eruð líka komin á bíl, þið getið þá kíkt í menninguna (Árósi) haha.
Kv, Jóhanna Ýr og Klanið

Anonymous said...

Ég vil bara benda á að það eru aðeins 9 dagar til stefnu að fara að skrifa eitthvað nýtt á þessa síðu, því þá verður réttur mánuður síðan síðast voru settar inn nýja fréttir.

Hugsa til ykkar á hverjum degi.

Helga frænka

Anonymous said...

Komnar nýjar fréttir og ekki einu sinni mánudur á milli, thetta er allt ad koma, kvedja Begga og Elli