Saturday, November 8, 2008

Prófatímabil og gjaldeyrisviðskipti

Kristína súperbrosari
Kamilla í þungarokksdans
Valdi myndatökumaður!
Sædís og Alli!
Rabbi að sýna vangann.
Elli í sigurvímu eftir að hafa unnið hæfileikakeppnina
Kristian og Kamilla krúttíbumbur


Stofan okkar


Kristian Atli eitthvað að tjá sig
Hver kannast ekki við þessar augn rifur, haha
Á þessarri mynd finnst mér hann mjög líkur mér

Kamilla er eitthvað að reyna að hræða pabba sinn hér
Kristína á afmælisdag Ella
Kamilla að borða afmælisköku
Kamilla að tjá sig, HÁTT!
Kristian að borða afmælisköku
Er ég með eitthvað í tönnunum???
afmælishlaðborð
AFMÆLISVEISLAN HANS ELLA
Heimabakaðar kræsingar
Kristína síglaða

Já sumir eru glaðari en aðrir!
Svo er dansað!!
og tjúttað
brosmild
Kamilla er náttúrlega mikill rokkari

Já, bara heilmikill rokkari

Kristian súperstar
Við matarborðið
Krútt
Kristína sæta
Kristian Atli rosa lúmskur að ná sér í pepsí
Kristína og Ásdís í bakgrunninum
Mandarínuát
Sko, ég náði mér í pepsí, haha
Hva, má ég þetta ekki?
ó, ókey þá skila ég henni bara..
en þið getið ekki verið fúl útí mig, ég er svo sætur:-)
sparibrosið
og sýna allr tennur!

Letidýr heimilisins, hann Bubbi!
Kristian Atli að æfa sig á trommur hjá Alla frænda


Dansað heima hjá Sædísi og Rabba, og Kristian Atli er að æfa sig í að vera köttur
Mér sýnist að Kamilla sé að reyna að vera ljón
Kamilla krútt
Krúttíbumba

og dansað
Kamilla eitthvað leið
Þvílíkt krútt
COLGATE!!


Jæja, þá er víst komin tími á nýjar fréttir af okkur hér í Odense:-)

Elli átti afmæli 26.október og var ég þá akkúrat í prófum þannig að eftir að við gáfum honum ryksugu með fjarstýringu á rananum fór ég í skólann að læra og héldu hann og krakkarnir uppá afmælið hans.

Ég er búin að vera í lokaprófum og var síðasta prófið föstudaginn þann 31. október. Við Dagný erum búnar að vera uppí skóla síðan haustfríið byrjaði hjá okkur þann 10. október að læra og vorum við oft að koma heim um fjögur um nóttina!! Ég hef aldrei á ævinni minni lesið og lært svona mikið fyrir próf, en það verður bara að segjast að það var þörf á þessu þar sem að þetta efni sem við erum í er MJÖG ERFITT!! Ég er búin að fá að vita úr stærðfræðigreiningunni (calculus) að ég hafi náð!!! Sem ég er náttúrlega í skýjunum yfir! Ég á eftir að fá úr hinum tveimur prófunum og verður gaman að sjá hvernig manni hafi gengið.

Aumingja Elli og börnin hafa verið svolítið vanrækt í þessarri prófatörn og hafa þau staðið sig eins og hetjur og þakka ég þeim innilega fyrir að standa svona þétt við bakið á mér í þessu öllu saman!

Við erum búin að vera að lenda í einhverju veseni með gjaldeyrismillifærslur og hefur verið mjög erfitt að vera að hugsa um það allt ofan á að vera í prófum og reyna að kreista inn pínu heimsóknartíma með börnunum og Ella. Í síðasta mánuði fengum við ekki millifært fyrr en þann 22. október en áttum náttúrlega að fá peninginn þann 1. október! Svo erum við ennþá að bíða eftir pening núna, ég fékk reyndar e-mail um að það væri búið að millifæra pening úr reikningnum mínum og að það ætti að vera búið að leggja hann inn hér, en ekkert bólar á peningnum á danska reikningnum mínum. Ég vona bara að hann muni birtast þar eftir helgi:-)

Svo eru það nú fallegu börnin okkar:

Kristian Atli er að verða 2ja ára og finnst mér það alveg hreint ótrúlegt, ég var einmitt að ræða við pabba minn um hvað þetta er fljótt að gerast og ég verð alltaf jafn hissa þegar ég átta mig á því hvað tíminn er fljótur að líða þegar maður er með börn! Honum gengur alveg rosalega vel hjá dagmömmunni og talar og syngur allan liðlangan daginn, hann er svo skemmtilegur (og svolítið frekur, en hann verður að vera það sérstaklega sem þriðja barn) og segir hlutina alveg ferlega krúttlega, ég ætla að fara að reyna að ná þessu á vídeó svo ég geti skellt því hér inn!

Kamillu Mist gengur svo vel í börnehaven (leikskólanum) hún á alveg ofsalega góða vinkonu sem er íslensk og heitir Helena, og svo eiga þær saman nokkra sameiginlega danska vini í leikskólanum og Kamilla er mjög ánægð í leikskólanum og er farin að tala alveg rosalega flotta dönsku, t.d. sagði hún mér í gær: "Moar, jeg har ílt í maven" (mér er ilt í maganum) það er rosa sport að tala dönsku við mig þessa dagana, ég leyfi þeim það og veit að þau þurfa að æfa sig. Hún talar ennþá um leikskólann á völlum og þá sérstaklega um Villa sinn og Kristínu sem voru leikskólakennarar hennar þar og hún er alltaf með blaðið sem Villi gaf henni þar sem að er mynd af honum að leika í dýrunum í hálsaskógi.
Kristínu May gengur mjög vel í skólanum og er alveg farin að tala dönsku og verður vonandi flutt sem fyrst í skólann hér í Fraugde þannig að hún þurfi ekki að fara með taxa á hverjum morgni klukkan 7 og keyra 3 korter í skólann. Hún á mjög góða vinkonu hér í götunni sem heitir Birgitta (dóttir Siggu vinkonu) og leika þær sér mjög vel saman og svo er hún Kristína alveg rosalega dugleg að leika við systkini sín og er bara mjög hjálpleg hér heima líka.

Svo að öðrum málum, Ella líkar mjög vel í tungumálaskólanum og er hann að æfa sig iðulega í framburði á r og er hann bara orðin mjög góður í því, hann er svo að fara að bera út blöð um helgar svona til að komast aðeins út úr húsi og fá smá danska innkomu líka.

Við fórum í heimsókn síðustu helgi til Sædísar og Rabba, beint eftir prófatörnina, og fórum með krakkana í legeland og skemmtum við okkur konunglega þar, svo var spilað partýspilið um kvöldið eftir ótrúlega skemmtilega hæfileikakeppni þar sem að Elli vann fyrir ónáttúrlega góða danshæfileika og var ég í öðru sæti fyrir mína ónáttúrlegu danshæfileika! Valdi greyið varð að sætta sig við 3ja sætið þrátt fyrir góða frammistöðu í dansinum:-)

Valdi og Dagný komu óvænt í heimsókn í gærkvöldi um 12 leytið og ákváðum við að spila smá póker þar sem að Dagný vann og svo fórum við í Kana þar sem að Valdi vann, við vorum að til 5 í nótt og var þetta geggjað gaman! Svo er okkur boðið í mat til Dagnýjar og Valda í kvöld og verður það alveg ábyggilega gaman líka!

Svo er skólinn byrjaður aftur hjá mér og er ég búin að reyna að gera mitt besta til að vera ekki eftirá í neinu og gengur það bara ágætlega, þetta tekur alveg hreint ótrúlegan aga að vera í háskóla og finnst mér bara gaman að takast á við þetta allt saman.

Jæja nú held ég bara að flestar mikilvægar fréttir séu komnar inn og hendi ég hér líka þónokkrum myndum með og vona að þið hafið ánægju af!! ¨

Kærar kveðjur frá okkur hér í Fraugde!




Kristian að hlæja



börnin að óska pabba sínum til hamingju með daginn

og syngja afmælissönginn fyrir hann

Elli snillingur að leika óperusöngvara í partýspilinu, ég hélt að ég myndi andast úr hlátri!!!!

5 comments:

Anonymous said...

Frábærar myndir og video!!!
gaman að fylgjast með ykkur. Kristian er alveg eins og Elli þegar hann situr í sófanum! Hjörleifi finnst Kristína vera orðin svo stór. Videóið af Ella á að vera rosa fyndið en það sést ekki neitt en hláturinn í þér er drepfyndinn (-; Þarf að fara taka myndir af mínum börnum og senda ykkur!! kær kveðja frá Selfossi Solla systir og fjölsk.

Anonymous said...

Hæ sætu frænkur og frændur
Ég sakna ykkar svo mikið síðan þið voruð hjá mér síðustu helgi og held fast í vonina að við hittumst næstu helgi. Flottar myndir af ykkur og video. Það leyndist nú fín mynd af gömlu frænku þarna inn á milli, sýndist mér nú ;-) Þangað til næst.....Elska ykkur öll !!! Kveðja Sædís frænka

Unknown said...

Sko okkur finnst þið ekki nógu dugleg að blogga hérna ;)

Ég er búin að lofa þvi að fara að heimsækja ykkur í sumars svo að það er eins gott að einhverjar fréttir fari að leka hérna inn í bráð....

Kveðja frá heiðinni góðu...

Tinna og Elena Dís

Unknown said...

Sko, Begga mín? Getið þið ekki fengið ykkur svona síðu eins og ég og Sædís erum með??? Það er svo miklu þægilegra kerfi heldur en þetta blog system. Ég get alveg sagt fyrir mína parta að ég yrði MIKLU duglegri að kíkja við og fylgjast grant með ykkur ef svo væri ;) ...svo má líka alveg setja inn nýjar fréttir og svona ;) En ég veit að þú ert á kafi í skólanum og er ég ótrúlega stolt af þér! :D Maður bara saknar þess að heyra ekki eins mikið af ykkur eins og Sædísi og fjölskyldu :/
Knús og kossar til ykkar allra og við sjáumst nú fljótlega ;)
Kveðja
Elfa Björk

Anonymous said...

Hæ hæ. Ég vildi bara láta ykkur vita að ég sakna ykkar mjög mikið og get ekki beðið eftir því að þið eða við komum í heimsókn. Ég bara þoli ekki að hafa svona langt á milli heimsókna, en allavega það styttist ;-) Sjáumst vonandi fljótlega. Kveðja frá heimsins bestustu frænku Sædísi